Þakkarkort!
Allar líkur eru á því að brúðkaupsdagurinn verði besti dagur lífs ykkar og er það ekki síst vegna þess að fólkið ykkar mætti til að skemmta sér með ykkur. Skrifið lítil þakkarbréf og setjið í alla pokaÞakkarkort!
Allar líkur eru á því að brúðkaupsdagurinn verði besti dagur lífs ykkar og er það ekki síst vegna þess að fólkið ykkar mætti til að skemmta sér með ykkur. Skrifið lítil þakkarbréf og setjið í alla poka.
Verkjatöflur!
Það er sniðugt ráð að lauma eins og tveimur verkjatöflum eða Treo. Það er ekki ólíklegt að nokkrir gestir vakni með höfuðverk daginn eftir brúðkaup. Það er lykilatriði að setja töflurnar í sætan poka en ekki gefa heilan íbófen-kassa. Þetta á umfram allt að vera sætt og skemmtilegt.
Orkudrykkur!
Góður orkudrykkur kemur sér vel daginn eftir langa nótt. Verið viss um að daginn
Sælgæti!
Það er mikilvægt að senda gestina heim með smá gotterí. Gestirnir geta borðað góðgætið þegar heim er komið eða beðið með það til morguns. Gott nammi, súkkulaði eða jafnvel popp í poka kemur til greina. Ef þú ert í hollu deildinni má alveg gefa epli eða appelsínu.
Dekurvörur!
Þegar fólk vaknar þreytt og bólgið eftir brúðkaup ársins er gott að eiga maska eða góða baðbombu. Það þarf ekki að vera dýrt að lauma nærandi andlitsmaska í pokann. Það má einnig gefa litlar túpur af fótakremi eða handáburði.