Hraunshópurinn svonefndi opnar sýningu í sal Grósku á Garðatorgi á morgun, en sýningin stendur til 21. apríl. „Góður hópur fólks var samtíða í námi í vatnslitamálun í Myndlistarskóla Kópavogs, undir handleiðslu frábærs kennara, Erlu Sigurðardóttur,“ segir um tilurð hópsins og rifjað upp að við starfsfólk Erlu 2007 hafi hluti nemenda ákveðið að hittast reglulega og mála saman. Hópurinn hefur aðstöðu í Miðhrauni í Garðabæ og hittist þar tvisvar í mánuði yfir vetrartímann til að mála og borða saman.
„Þótt ýmsir meðlimir þessa vinahóps hafi margoft haldið sýningar, bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, er þetta í fyrsta skipti sem hópurinn heldur sýningu saman,“ segir tilkynningunni og bent á að allir í hópnum séu félagar í Vatnslitafélagi Íslands.