Vogar Íbúum hefur fjölgað hratt síðasta árið. Vextinum fylgja erfiðleikar.
Vogar Íbúum hefur fjölgað hratt síðasta árið. Vextinum fylgja erfiðleikar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Það hafa á þriðja hundrað manns flutt hingað á síðustu vikum. Íbúafjölgunin er 33% á rétt rúmu ári, frá ársbyrjun 2023 til mars á þessu ári, og stefnir í að hún verði enn meiri,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum

„Það hafa á þriðja hundrað manns flutt hingað á síðustu vikum. Íbúafjölgunin er 33% á rétt rúmu ári, frá ársbyrjun 2023 til mars á þessu ári, og stefnir í að hún verði enn meiri,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum. Mikill meirihluti nýju íbúanna er Grindvíkingar sem hefur verið gefinn kostur á að skrá aðsetur sitt tímabundið í ljósi aðstæðna. Fyrir vikið skila útsvarstekjur sér ekki til Voga.

Gunnar segir að þessi hraða fjölgun hafi mikil áhrif á alla innviði. „Það er komið að þolmörkum hjá okkur, sérstaklega í skólunum. Börnum á grunnskólaaldri hefur fjölgað um rúm 40%. Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja þessu fólki viðeigandi þjónustu en við getum ekki gert meira en innviðir og fjárhagur sveitarfélagsins leyfa.“ » 14