Akureyri Paula Del Olmo úr KA smassar í leiknum gegn Völsungi.
Akureyri Paula Del Olmo úr KA smassar í leiknum gegn Völsungi. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Kvennalið KA og karlalið Aftureldingar fóru vel af stað í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í gærkvöld. KA-konur sigruðu Völsung, 3:1, í fyrsta leik liðanna á Akureyri. KA vann 25:18 og 25:16, Völsungur minnkaði muninn með sigri, 25:22, en KA vann fjórðu hrinuna 25:23 og leikinn þar með

Kvennalið KA og karlalið Aftureldingar fóru vel af stað í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í gærkvöld. KA-konur sigruðu Völsung, 3:1, í fyrsta leik liðanna á Akureyri. KA vann 25:18 og 25:16, Völsungur minnkaði muninn með sigri, 25:22, en KA vann fjórðu hrinuna 25:23 og leikinn þar með.

Afturelding vann öruggan sigur á Vestra, 3:0, í karlaleiknum í Mosfellsbæ. Hrinurnar enduðu 25:19, 25:17 og 25:21. Tvo sigra þarf til að komast í úrslit.