Tæpitungulaust Elliði Vignisson hefur verið gagnrýninn á stjórnina.
Tæpitungulaust Elliði Vignisson hefur verið gagnrýninn á stjórnina.
„Mig vantar enn eitt púsl inn í til að sjá hvernig þessi ríkisstjórn er mynduð og hvernig þau ná saman. Og það er hvað breyttist hjá Vinstri-grænum og Framsóknarflokknum um seinustu helgi sem varð til þess að Bjarni Benediktsson varð…

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

„Mig vantar enn eitt púsl inn í til að sjá hvernig þessi ríkisstjórn er mynduð og hvernig þau ná saman. Og það er hvað breyttist hjá Vinstri-grænum og Framsóknarflokknum um seinustu helgi sem varð til þess að Bjarni Benediktsson varð forsætisráðherra.“ Þannig kemst Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að orði í Spursmálum þegar hann spáir í kapalinn sem fór í gang í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir forsetaframboði og vék úr ríkisstjórninni.

Þegar hann er spurður út í hvað hafi breytt stöðunni segir hann: „Ég þekki það ekki en ég held að það púsl muni koma fram á næstu dögum.“

Þú segir að það komi í ljós á næstu dögum, eru einhverjar vendingar fram undan?

„Ég er ekki að segja að það gerist, ég er að segja að ég eigi frekar von á því. Rykið er að falla af þessu. Við erum að sjá bæði stjórnarþingmenn og leiðtoga ríkisstjórnarinnar koma fram og útskýra sín mál. Ég eins og þið væntanlega hef horft á leiðtoga þessara þriggja flokka koma fram. Það eykur ekki tiltrú mína á að þessi ríkisstjórn verði langlíf. Ég sé hana ekki sitja fram á haust miðað við það hvað mér finnst mikill munur á því hvernig leiðtogarnir tala.“

Elliði telur þrátt fyrir þetta að Bjarni hafi styrkt stöðu sína með stjórnarmyndun. Honum hafi í raun tekist „hið ómögulega“.