Verkið sem hengt var upp í óþökk í Bonn.
Verkið sem hengt var upp í óþökk í Bonn.
Myndlist Starfsmaður nútímalistasafnsins Pinakothek í München var gripinn í febrúar fyrir að hengja upp mynd eftir sjálfan sig í safninu, að því er sagt var frá í Süddeutsche Zeitung í vikunni. Maðurinn hengdi myndina upp á meðan safnið var lokað

Myndlist Starfsmaður nútímalistasafnsins Pinakothek í München var gripinn í febrúar fyrir að hengja upp mynd eftir sjálfan sig í safninu, að því er sagt var frá í Süddeutsche Zeitung í vikunni. Maðurinn hengdi myndina upp á meðan safnið var lokað. Myndin hékk uppi í einn dag áður en upp komst. Starfsmanninum var sagt upp og má búast við sekt fyrir að bora holur í vegginn til að hengja upp myndina. Ekki hefur verið birt mynd af myndinni. Svipað tilfelli átti sér stað Bundeskunsthalle í Bonn í Þýskalandi í október. Safnið birti mynd af þeirri mynd og listamaðurinn seldi hana á hálfa milljón króna.