Norður ♠ K4 ♥ 854 ♦ Á732 ♣ G652 Vestur ♠ 93 ♥ G962 ♦ G84 ♣ K843 Austur ♠ D10765 ♥ ÁD107 ♦ K105 ♣ D Suður ♠ ÁG82 ♥ K3 ♦ D96 ♣ Á1097 Suður spilar 3G dobluð

Norður

♠ K4

♥ 854

♦ Á732

♣ G652

Vestur

♠ 93

♥ G962

♦ G84

♣ K843

Austur

♠ D10765

♥ ÁD107

♦ K105

♣ D

Suður

♠ ÁG82

♥ K3

♦ D96

♣ Á1097

Suður spilar 3G dobluð.

Melih Özdil (f. 1948) var áberandi liðsmaður Tyrkja á alþjóðamótum á árum áður og góður kunningi íslensku spilaranna, sem kölluðu hann iðulega „hinn tyrkneska Össa“ til aðgreiningar frá Erni Arnþórssyni. Özdil hefur búið í New York síðustu árin og spilar þar sem atvinnumaður. Hér vann hann fyrir kaupinu sínu í 3G dobluðum. Austur hafði opnað á 1♠ og vestur kom út með níuna.

Özdil stakk upp spaðakóng og sótti laufið með ás og öðru. Vestur tók á kónginn (austur henti tígli) og skipti yfir í hjarta – ásinn í austur og meira hjarta. Özdil tók frílaufin tvö og austur henti spaða og hjartadrottningu. Hvað nú?

Özdil spilaði hjarta! Vestur yfirdrap tíu austurs, tók níuna líka og þvingaði makker sinn um leið í spaða og tígli. Ef vestur geymir síðasta hjartað og spilar tígli drepur sagnhafi með ás, svínar spaðaáttu og sendir austur inn á tígulkóng.