Sóley Ragnarsdóttir
Sóley Ragnarsdóttir
Tvær einkasýningar verða opnaðar í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag, annars vegar sýning Sóleyjar Ragnarsdóttur Hjartadrottning og hins vegar sýning Þórs Vigfússonar Tölur, staðir

Tvær einkasýningar verða opnaðar í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag, annars vegar sýning Sóleyjar Ragnarsdóttur Hjartadrottning og hins vegar sýning Þórs Vigfússonar Tölur, staðir.

Í tilkynningu segir að Sóley sé ung listakona, tiltölulega óþekkt hér á landi enda hafi hún búið alla ævi í Danmörku og víðar. Þór á langan feril að baki og hefur sýnt víða um heim og var einn af stofnendum Nýlista­safnsins árið 1978 og kom einnig að stofnun ARS LONGA-samtímalistasafns á Djúpavogi árið 2022.

Sýningar þeirra eru andstæður en sýning Þórs er mjög mínimalísk en sýning Sóleyjar er maximalísk. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur Sóleyjar. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu sem Þór vinnur sérstaklega fyrir sýningarsal Gerðarsafns.