Sænsku leikararnir Gunnel Broström og Folke Sundquist í hlutverkum Sölku Völku og Arnaldar í kvikmyndinni Sölku Völku.
Sænsku leikararnir Gunnel Broström og Folke Sundquist í hlutverkum Sölku Völku og Arnaldar í kvikmyndinni Sölku Völku. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Því var slegið upp á útsíðu Morgunblaðsins í maí 1954 að tökur væru hafnar á kvikmyndinni Sölku Völku eftir bók Halldórs Laxness. Ólafur K. Magnússon náði mynd fyrir blaðið af leikurunum Gunnel Brostrom og Folke Sundquist, sem léku Sölku Völku og Arnald í myndinni

Því var slegið upp á útsíðu Morgunblaðsins í maí 1954 að tökur væru hafnar á kvikmyndinni Sölku Völku eftir bók Halldórs Laxness.

Ólafur K. Magnússon náði mynd fyrir blaðið af leikurunum Gunnel Brostrom og Folke Sundquist, sem léku Sölku Völku og Arnald í myndinni.

Í fréttinni var haft eftir Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra að þetta væri upphafið að veigamiklu samstarfi Svía og Íslendinga.

Tökurnar hófust í Grindavík og var í fréttinni greint frá því að aðfarir kvikmyndafólksins hefðu vakið forvitni barna í bænum. „Var ekki laust við að erfitt væri að hafa á þeim hemil, hljómupptökutækin eru næm og hvorki má heyrast hósti né stuna, aðeins eðlileg hljóð úr náttúrunni, brimhljóð og þot vindsins.“

Allt gekk þó vel og var hjálpsemi Grindvíkinga rómuð í fréttinni.

Salka Valka var sögð dýrasta kvikmynd, sem þá hefði verið gerð á Norðurlöndum. Myndin var frumsýnd í Svíþjóð og á Íslandi í desember 1954.