Áslákur Ingvarsson
Áslákur Ingvarsson
Svokallaðir Fagur-„Gala“- tónleikar verða haldnir í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Þar koma fram Áslákur Ingvarsson barítón, Bernadett Hegy kóloratúrsópran, Óskar Bjartmarsson tenór og Antonía Hevesi píanóleikari

Svokallaðir Fagur-„Gala“-
tónleikar verða haldnir í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Þar koma fram Áslákur Ingvarsson barítón, Bernadett Hegy kóloratúrsópran, Óskar Bjartmarsson tenór og Antonía Hevesi píanóleikari.

„Hópurinn sameinaðist vegna ástríðu sinnar fyrir söngtónlist Mozarts en mun þó einnig flytja tónlist úr óperum annarra þekktra tónskálda,“ segir í viðburðarkynningu.