Alls verða þrjár lóðir við leik- og grunn­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar end­ur­gerðar á ár­inu. Enn frem­ur verða þrjú leik­svæði í Breiðholti end­ur­gerð. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá…

Alls verða þrjár lóðir við leik- og grunn­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar end­ur­gerðar á ár­inu. Enn frem­ur verða þrjú leik­svæði í Breiðholti end­ur­gerð. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá borginni. Áætlaður kostnaður við verkið er 150 millj­ón­ir króna.

Leik­skóla­lóðirn­ar sem um ræðir eru við Suður­borg og Borg-Arn­ar­borg en grunn­skóla­lóðin er við Borg­askóla. Felur endurgerðin í sér heild­arend­ur­skipu­lagn­ingu lóða og end­urnýjun frá grunni. Að auki verða veru­leg­ar end­ur­bæt­ur á lóð leik­skól­ans Bergs og á lóð Hlíðaskóla þar sem yf­ir­borðsefni á körfu­bolta­velli verður end­urnýjað. Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir í maí og áætlað að þeim ljúki í októ­ber.