Ljósmyndarinn Daníel Perez Eðvarðsson býður gesti velkomna í spjall um sýningu hans Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari í dag, 13. apríl, kl. 14 í Skoti Ljósmyndasafnsins. Aðgangur er ókeypis. Á sýningunni má finna ljósmyndir frá Andalúsíu á…

Ljósmyndarinn Daníel Perez Eðvarðsson býður gesti velkomna í spjall um sýningu hans Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari í dag, 13. apríl, kl. 14 í Skoti Ljósmyndasafnsins. Aðgangur er ókeypis.

Á sýningunni má finna ljósmyndir frá Andalúsíu á Spáni sem Daníel tók fyrsta veturinn sem hann var búsettur á Spáni, 2021-2022. Samhliða svarthvítum prentum frá Spáni verða sýndar litmyndir af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem Daníel heimsótti sumarið 2023. Þannig fjallar sýningin um hátíðarmenningu kaþólikka annars vegar og Íslendinga hins vegar.

Þess má einnig geta að lokahóf sýningarinnar verður haldið föstudaginn 26. apríl kl. 16-18.