Greining Íslandsbanka spáir hjöðnun ársverðbólgunnar.
Greining Íslandsbanka spáir hjöðnun ársverðbólgunnar. — Morgunblaðið/Eggert
Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spárnar eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 6,8% í 6,1%. Í spá Íslandsbanka segir að reiknuð húsaleiga vegi þyngst til…

Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spárnar eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 6,8% í 6,1%. Í spá Íslandsbanka segir að reiknuð húsaleiga vegi þyngst til hækkunar en greiningardeildin spáir einnig áframhaldandi hækkun flugverðs sem tíðkast fyrir páskana. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólgan haldi áfram að hjaðna næstu mánuði en muni þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026.