Vandræði Boeing halda áfram.
Vandræði Boeing halda áfram.
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun gera víðtækar breytingar á stjórnendateyminu í kjölfar öryggiskreppu sem framleiðandinn stendur nú frammi fyrir eftir að sprenging varð í 737 Max-flugvél í flugi í janúar

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun gera víðtækar breytingar á stjórnendateyminu í kjölfar öryggiskreppu sem framleiðandinn stendur nú frammi fyrir eftir að sprenging varð í 737 Max-flugvél í flugi í janúar. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu.

Fram kemur í fréttinni að forstjórinn Dave Calhoun, stjórnarformaðurinn Larry Kellner og yfirmaður flugmálasviðs, Stan Deal, muni einnig stíga til hliðar. Með breytingunum er stjórn Boeing að bregðast við þeim fjölmörgu málum sem hafa dunið á fyrirtækinu að undanförnu, sem rýrt hafa traust eftirlitsaðila og almennings á næststærsta flugvélaframleiðanda heims.

Þá segir að sumir fjárfestar þar ytra telji að stjórnendabreytingarnar dugi ekki til þess að greiða úr viðvarandi vandamálum Boeing. Til að mynda hafa hlutbréf tapað næstum fjórðungi af verðgildi sínu síðan atvikið varð í janúar.

Við lokun markaða á mánudaginn féllu bréfin um 1,4% og að sögn viðmælanda Reuters verður Boeing að gera meira en að skipta um forstjóra og stjórnarformann. Það mun taka meiri tíma fyrir framleiðandan að koma málum sínum í lag, segir einnig í fréttinni.