Orðtakið á skal að ósi stemma hefur vafist fyrir mörgum sem þekkja ós aðeins í merkingunni: staður þar sem á fellur til sjávar eða út í vatn

Orðtakið á skal að ósi stemma hefur vafist fyrir mörgum sem þekkja ós aðeins í merkingunni: staður þar sem á fellur til sjávar eða út í vatn. En til forna merkti það upptök. Þá verður orðtakið öllu skiljanlegra: bókstafleg merking: hefta skal ána við upptökin og yfirfærð: til að koma í veg fyrir e-ð þarf að finna upptök þess.