Evrópuþingið Frá þingfundi á Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu í vikunni.
Evrópuþingið Frá þingfundi á Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu í vikunni. — AFP/Kenzo Tribouillard
Belgískir saksóknarar rannsaka nú hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á störf Evrópuþingsins með því að greiða þingmönnum þar fyrir að breiða út áróðursboðskap stjórnvalda í Kreml. Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, sagði að málið yrði…

Belgískir saksóknarar rannsaka nú hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á störf Evrópuþingsins með því að greiða þingmönnum þar fyrir að breiða út áróðursboðskap stjórnvalda í Kreml.

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, sagði að málið yrði rætt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í næstu viku en ásakanir um spillingu hafa komið fram í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins í júní.

De Croo sagði að tilgangur rússneskra stjórnvalda væri skýr: að stuðla að því að fleiri þingmenn, sem eru hliðhollir Rússum, yrðu kosnir á þingið.

Grunur leikur á að þingmenn frá Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi og Hollandi hafi fengið slíkar greiðslur.