Myndlist Eitt verka Guðbjargar Lindar en hjá henni er náttúran áberandi.
Myndlist Eitt verka Guðbjargar Lindar en hjá henni er náttúran áberandi.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnaði í gær sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags milli kl

Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnaði í gær sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags milli kl. 14 og 17.

Steinunn G. Helgadóttir segir m.a. í texta um sýninguna: „Í list myndlistarkonunnar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur dvelur lognið í miðju skarkalans, síbreytilegur friður þar sem allt er náttúra og náttúran er allskonar og aldrei alveg kyrr.“

Guðbjörg Lind er fædd á Ísafirði 1961. Hún á að baki margar einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún býr og starfar að list sinni í Reykjavík og á Þingeyri.