End­ur­nýjað stjórn­ar­sam­starf og staðan í pólitíkinni er í brenni­depli í nýjasta þætti Spursmála. Þau Hanna Katrín Friðriks­son þing­flokks­formaður Viðreisn­ar og Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Ölfuss mæta í settið og ræða ný­myndað…

End­ur­nýjað stjórn­ar­sam­starf og staðan í pólitíkinni er í brenni­depli í nýjasta þætti Spursmála. Þau Hanna Katrín Friðriks­son þing­flokks­formaður Viðreisn­ar og Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Ölfuss mæta í settið og ræða ný­myndað rík­is­stjórn­ar­sam­starf, sem hlotið hefur töluverða gagnrýni frá því að það var kynnt almenningi síðastliðinn þriðjudag.

Nýtt stjórnarsamstarf hefur verið í hámæli síðustu daga. Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á met­hraða eftir að lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var samþykkt. Telja margir að núverandi stjórnarsamstarf verði ekki langlíft.

Þá er yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar í sér­lega góðum hönd­um í þættinum. Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Kol­brún Bergþórs­dótt­ir, blaðamaður og bóka­gagn­rýn­andi, fara yfir þær fréttir sem mest fór fyrir í vikunni sem senn er á enda.