„Ég áttaði mig á því að það yrðu komin tíu ár nú í febrúar. Tíu ár í bransanum. Svo ég fór í smá panikk og sendi á helstu tónleikahús landsins,“ sagði tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, í Ísland vaknar

„Ég áttaði mig á því að það yrðu komin tíu ár nú í febrúar. Tíu ár í bransanum. Svo ég fór í smá panikk og sendi á helstu tónleikahús landsins,“ sagði tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, í Ísland vaknar. „Þá kom í ljós að Silfurberg í Hörpu var laust. Mig hefur lengi langað að halda tónleika þar.“ Árið 2014 markar upphaf tónlistarferils Árna og ætlar hann að fagna tíu ára afmælinu með tónleikum í maí. Hann segir síðustu árin hafa liðið „ekkert eðlilega hratt“. Lestu meira á K100.is.