Úr bókinni Stjörnulíf.
Úr bókinni Stjörnulíf.
Ég var beðinn að finna bifreið sem hafði verið stolið. Ég settist í stól og hugleiddi. Eftir skamma stund birtist mér landslag og stolna bifreiðin. Svo var sagt við mig: „Við norðaustanverðan Eyjafjörð, skarð í vík.“ Bifreiðin fannst svo í Víkurskarði

Ég var beðinn að finna bifreið sem hafði verið stolið. Ég settist í stól og hugleiddi. Eftir skamma stund birtist mér landslag og stolna bifreiðin. Svo var sagt við mig: „Við norðaustanverðan Eyjafjörð, skarð í vík.“ Bifreiðin fannst svo í Víkurskarði.

Viku eftir að mamma dó birtist mér herbergi og rúm. Í rúminu lá kona sem ég sá að var mamma. Við hliðina á rúminu sat kona sem sneri að mér baki svo ég sá ekki hver þetta var. Ég sá að mamma opnaði augun, lokaði þeim og opnaði aftur. Þá kom þetta fallega bros og gleði og ég vissi að þetta var Baddý systir mín sem tók á móti henni og dó þá fyrir 20 árum.

Í báðum þessum samböndum sá ég efnisheim, ekki andaheim. Við förum yfir á aðra jörð þegar við deyjum. Álfarnir búa ekki í hólum og klettum, þeir búa á öðrum hnetti og hafa þá merkilegu kunnáttu að geta myndað orkuhjúpa víðs vegar um lönd með óteljandi lífeindum sem taka á móti og senda upplýsingar til miðilsins.

(Allar bækur mínar eru aðgengilegar á vef Landsbókasafnsins, Rafhlaðan.is.)

Þorbjörn Ásgeirsson nuddfræðingur.