„Ef manni líður vel í eigin líkama þá er maður í góðu andlegu ástandi,“ segir markþjálfinn, tónheilarinn og tónlistarkonan Eygló Scheving í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim. Hún opnaði nýverið Karmað sem er lítið stúdíó og býður …

„Ef manni líður vel í eigin líkama þá er maður í góðu andlegu ástandi,“ segir markþjálfinn, tónheilarinn og tónlistarkonan Eygló Scheving í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim. Hún opnaði nýverið Karmað sem er lítið stúdíó og býður hún upp á tónheilun, markþjálfun, litla kakóhittinga (cacao) og annað andlegt og kósí. „Kakóið er æðislegur drykkur sem er stútfullur af næringarefnum. Það er hægt að búa til stund í kringum það. Við höfum ekki eyðilagt kakóið með ofdrykkju eins og kaffið svo það er hægt að njóta þess að drekka það. Jafnvel setjast í hring, horfast í augu og tala saman. Eiga fallega stund,“ segir Eygló. „Þetta er hreint kakó úr frumskógum. Það er mikið af góðum efnum í kakói, járn og magnesíum til dæmis.“ Lestu meira á K100.is.