Andspyrnuhetja Alexei Navalní á mótmælum gegn Pútín árið 2018.
Andspyrnuhetja Alexei Navalní á mótmælum gegn Pútín árið 2018. — AFP/Kirill Kudryavtev
Endurminningar andspyrnuhetjunnar Alexeis Navalnís, sem lést í fangelsi fyrr á árinu, verða gefnar út í október. Þar verður meðal annars sagt frá eiturefnaárásinni sem hann varð fyrir árið 2020 og lífinu í fangabúðum Rússa, segir bandaríski útgefandi hans

Endurminningar andspyrnuhetjunnar Alexeis Navalnís, sem lést í fangelsi fyrr á árinu, verða gefnar út í október. Þar verður meðal annars sagt frá eiturefnaárásinni sem hann varð fyrir árið 2020 og lífinu í fangabúðum Rússa, segir bandaríski útgefandi hans.

Í bókinni, sem mun bera titilinn Patriot og kemur út 22. október, verður sögð ævisaga Kremlar-­andstæðingsins Navalnís í heild. Sagt verður frá æskunni, hvernig hann leiddist út í aktívisma, frá hjónabandi hans og fjölskyldulífinu og staðfastri baráttu hans fyrir rússnesku lýðræði og frelsi þrátt fyrir að ofurvald á heimsmælikvarða ætlaði sér að þagga niður í honum. Þetta hefur AFP eftir útgefandanum Knopf.

Ekkja Navalnís, Júlía, hefur staðfest að verkið muni koma út á yfir tíu tungumálum, þar á meðal á rússnesku. „Það var ekki svona sem ég sá fyrir mér að Alexei myndi skrifa ævisöguna sína. Ég hélt að hann myndi vera um áttrætt, sitjandi fyrir framan tölvuna við opinn glugga að slá hana inn,“ segir hún.