Francis Ford Coppola á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. Hann er 85 ára.
Francis Ford Coppola á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. Hann er 85 ára.
Goðsögn Megalopolis, ný mynd leikstjórans Francis Fords Coppola, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fer fram í 77. skipti 14. til 25. maí. Hugmyndin að Megalopolis varð til þegar hann gerði Apocalypse Now og er loks nú að komast á hvíta tjaldið

Goðsögn Megalopolis, ný mynd leikstjórans Francis Fords Coppola, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fer fram í 77. skipti 14. til 25. maí.

Hugmyndin að Megalopolis varð til þegar hann gerði Apocalypse Now og er loks nú að komast á hvíta tjaldið. Coppola fékk einmitt gullpálmann á Cannes fyrir Apocalypse Now fyrir 45 árum og var það umdeilt þar sem myndin var ekki tilbúin þegar hún var frumsýnd á hátíðinni 1979.

Coppola fékk einnig gullpálmann fyrir myndina The Conversation árið 1974.

Í Megalopolis er Róm til forna flutt til New York nútímans og gengur mikið á.