Framkvæmdir Vinnuvélar voru að störfum við Skúlagötu í vikunni.
Framkvæmdir Vinnuvélar voru að störfum við Skúlagötu í vikunni. — Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir standa nú yfir við gerð nýrrar endastöðvar fyrir vagna Strætós á Skúlagötu, gegnt Klapparstíg. Vegna breytinga og endurbóta á Hlemmi verða settar upp tvær nýjar endastöðvar, annars vegar við Skúlagötu og hins vegar við Hringbraut, nálægt Háskóla Íslands

Framkvæmdir standa nú yfir við gerð nýrrar endastöðvar fyrir vagna Strætós á Skúlagötu, gegnt Klapparstíg. Vegna breytinga og endurbóta á Hlemmi verða settar upp tvær nýjar endastöðvar, annars vegar við Skúlagötu og hins vegar við Hringbraut, nálægt Háskóla Íslands.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætós, segir að framkvæmdir hafi gengið vel og allt sé á áætlun. „Stefnan er að þessi stöð verði tilbúin fyrir lok maí en breytingar á leiðakerfinu taka gildi 2. júní,“ segir hann.

Líkt og komið hefur fram í Morgunblaðinu verður bráðabirgðaendastöð leiða 1, 4, 16, 17 og 18 við Skúlagötu. Bráðabirgðaendastöð leiða 2 og 6 verður við Háskólann. Aðstaða fyrir vagnstjóra verður á báðum stöðum. hdm@mbl.is