Svar Eydís Eva Þórisdóttir og stöllur í Val svöruðu fyrir sig í gær.
Svar Eydís Eva Þórisdóttir og stöllur í Val svöruðu fyrir sig í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals jöfnuðu einvígi sitt við Njarðvík í 1:1 í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með heimasigri í æsispennandi öðrum leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valskonur unnu lokaleikhlutann 20:14 og tryggðu sér þannig sigur, 80:77

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals jöfnuðu einvígi sitt við Njarðvík í 1:1 í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með heimasigri í æsispennandi öðrum leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valskonur unnu lokaleikhlutann 20:14 og tryggðu sér þannig sigur, 80:77.

Njarðvíkingar völtuðu yfir Val á heimavelli sínum í fyrsta leik, 96:58, og áttu flestir von á öðrum sigri Suðurnesjaliðsins og þá sérstaklega í ljósi þess að Téa Adams, einn besti leikmaður Vals, meiddist í fyrsta leiknum og verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu.

Valskonur voru á öðru máli og sýndu mikinn styrk með endurkomu í lokaleikhlutanum. Brooklyn Pannell skoraði 32 stig fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir 17. Selena Lott gerði 27 stig fyrir Njarðvík en aðrir leikmenn voru flestir nokkuð frá sínu besta. Þriðji leikurinn fer fram í Njarðvík á þriðjudagskvöld.

johanningi@mbl.is