Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
Kynnir Evróvisjón í Aserbaídsjan var Gísli Marteinn Baldursson eftir víðtæk mannréttindabrot gegn kristnum Armenum.

Einar S. Hálfdánarson

Árið 2016 tók Ísland þátt í Evróvisjón sem þá var haldin í Aserbaídsjan. Landið er múslimaríki. Innan núverandi landamæra þess bjó minnihluti Armena frá aldaöðli, að miklu leyti á afmörkuðum svæðum sem síðar urðu sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh. Armenar eru fyrsta kristna þjóðin í heiminum. Allan sovéttímann var Armenum mjög mismunað í Aserbaídsjan og yfirvöld reyndu af ákefð að bæla niður armenska menningu. Aserar neyddu Armena til að yfirgefa umrædd svæði og hvöttu aðra Asera til að setjast þar að. Armenar voru þó áfram meirihluti íbúa. Á síðasta áratug 20. aldar voru Armenar reknir frá Aserbaídsjan í stórum stíl og stríðsátök hófust milli Armena og Asera.

Þjóðernishreinsun Asera í Aserbaídsjan

Staða Armena í Aserbaídsjan fór versnandi allan annan áratug þessarar aldar. Fjögurra daga átök í apríl 2016 leiddu til falls hundraða manna. Armenar í Aserbaídsjan voru hálf milljón fyrir u.þ.b. 30 árum. Nú er svo komið að saga Armena í Aserbaídsjan er öll. Þjóðernishreinsum Asera er fullkomnuð. Hið einkennilega bandalag „vók“ vinstrielítunnar, öfgafemínista og öfgamúslima (sem fagna) lætur sér þetta í léttu rúmi liggja. Armenar hafa ekki framið eitt einasta hryðjuverk til að hefna harma sinna. Armenar eru kristin þjóð.

Víðtæk mannréttindabrot í Aserbaídsjan

Ekki er nóg með ofsóknir gegn Armenum. Í aðdraganda Evróvisjón voru framin víðtæk mannréttindabrot í Aserbaídsjan til að líta vel út í Evróvisjón. Ekkert stoppaði Gísla Martein Baldursson frá því að fara til Aserbaídsjan og lýsa Evróvisjón. Hann mun hafa hrósað öllu, en það hef ég ekki frá fyrstu hendi. Ég horfi nefnilega aldrei á sjónvarp með Gísla Marteini.

Gísli Marteinn er vel taminn. Hann lét það eftir sér að fara í launað leyfi sem borgarfulltrúi (sem var rangt af honum) á sínum tíma. Hann lenti í vinstrihakkavélinni, sakaður um spillingu. Upp frá því hefur hann aldrei sagt neitt sem öfgavinstrið gæti sett út á.

Gísli Marteinn veit meira en hann lætur uppi. Meira en iðjulausa liðið á Austurvelli. Hann veit örugglega að saga Ísraels er allt önnur en vinstrið hefur þulið undanfarin 30 ár. En annað hentar honum bara betur. Meirihluti þeirra var hrakinn þangað frá nágrannaríkjum Ísraels. Að vanda hallar vinstrið auðvitað réttu máli og lætur sem þeir komi flestir frá Evrópu. (Framkoma sumra Ísraelsmanna við araba á Vesturbakkanum er svo annað mál.)

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

Höf.: Einar S. Hálfdánarson