Bergþóra Guðbergsdóttir fæddist 19. ágúst 1946. Hún lést 18. mars 2024.

Útför Bergþóru fór fram 10. apríl 2024.

Þegar ég leystur verð þrautunum frá,

þegar ég sólfagra landinu á

lifi og verð mínum lausnara hjá –

það verður dásamleg dýrð handa mér.

Dásöm það er, dýrð handa mér,

dýrð handa mér, dýrð handa mér,

er ég skal fá Jesú auglit að sjá,

það verður dýrð, verður dýrð handa mér.

Og þegar hann, er mig elskar svo heitt,

indælan stað mér á himni’ hefur veitt,

svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt –

það verður dásamleg dýrð handa mér.

Ástvini sé ég, sem unni ég hér,

árstraumar fagnaðar berast að mér,

blessaði frelsari, brosið frá þér,

það verður dásamleg dýrð handa mér.

(Þýð. Lárus Halldórsson.)

Elsku vinkona.

Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir allar stundirnar okkar í gegnum tíðina.

Veit að vel hefur verið tekið á móti þér í Sumarlandinu og nú dansarðu um blómabrekkurnar, frjáls úr viðjum þíns sjúkdóms sem tók svo mikið frá þér.

Hefði gjarnan viljað fylgja þér síðasta spölinn en er stödd erlendis.

Kæri Óli, Viðar, Guðbergur, Sigurjón, Ágúst Valgarð, Þórbergur Hrafn og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi allt gott geyma ykkur og styðja.

Minningin lifir um ljúfa konu.

Ólafía Ingólfsdóttir (Lóa).