Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi sem skýrir hlutverk og verkferla í kringum réttindagæslumenn og persónulega talsmenn fatlaðs fólks. Breytingar á ákvæðum um persónulega talsmenn…

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi sem skýrir hlutverk og verkferla í kringum réttindagæslumenn og persónulega talsmenn fatlaðs fólks.

Breytingar á ákvæðum um persónulega talsmenn felast í því að kveðið verði nánar á um hlutverk og verklag í kringum persónulega talsmenn. Sérstaklega má þar nefna að lagt er til að útvíkkað verði við hverja sé haft samráð við val á persónulegum talsmanni og hvenær það sé gert.

Einnig að aðkoma réttindagæslumanns að samkomulagi verði skýrð í þeim tilvikum þegar fatlaður einstaklingur getur ekki undirritað samkomulagið. oskar@mbl.is