Fornleifafundur Freska sýnir fyrsta fund Helenu fögru og Parísar.
Fornleifafundur Freska sýnir fyrsta fund Helenu fögru og Parísar. — AFP/Parco Archeologico di Pompei press office
Veislusalur skreyttur myndum úr grískri goðafræði þar sem Grikkir gæddu sér á mat við kertaljós hefur fundist í Pompei. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir fornleifafræðingum á svæðinu

Veislusalur skreyttur myndum úr grískri goðafræði þar sem Grikkir gæddu sér á mat við kertaljós hefur fundist í Pompei. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir fornleifafræðingum á svæðinu.

Freskurnar þykja merkilega vel varðveittar en rétt tæp tvö þúsund ár eru liðin frá því að Pompei lagðist í eyði eftir eldgos í eldfjallinu Vesúvíusi árið 79 e.Kr. Verkin sýna guðinn Apolló reyna að tæla hina tróversku Cassöndru og fund Helenu fögru og Parísar, sem leiddi samkvæmt goðsögunni til Trójustríðsins. Hvítt marmaragólf hefur einnig varðveist vel.

Haft er eftir stjórnanda fornleifauppgraftarins í Pompei, Gabriel Zuchtreigel, að Rómverjarnir hafi komið saman í salnum eftir sólarlag og þá hafi glampar frá vegglömpum gert það að verkum að myndirnar virtust á hreyfingu. „Sérstaklega eftir nokkur glös af góðu Campania-víni,“ segir hann. Við uppgröft á sama stað hafa einnig fundist bakarí, þvottahús og heimili með stofum skreyttum veggmyndum.