Verkefnastofa um stafrænt Ísland fór af stað árið 2018 og vinnur, samkvæmt upplýsingum á vefnum island.is sem verkefnastofan heldur úti, að því „að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.“

Verkefnastofa um stafrænt Ísland fór af stað árið 2018 og vinnur, samkvæmt upplýsingum á vefnum island.is sem verkefnastofan heldur úti, að því „að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.“

Ýmislegt bendir til að verkefnið hafi farið úr böndum. Á vefnum er að finna hluti sem snúa ekki að því sem ætlunin var og hefur ekkert með stafræn samskipti við hið opinbera að gera. Nýverið vakti líka athygli að stjórnendur vefsins eru að reyna að teygja hann út í að vera einhvers konar samfélagsmiðill þar sem rekin er pólitísk barátta.

Björn Bjarnason skrifar um þetta: „Það er eitthvað skrýtið sé unnt að nota vefsíðuna Ísland.is til að efna til mótmæla gegn forsætisráðherra landsins af pólitískum andstæðingum hans. Söfnun undirskrifta þar gegn ráðherranum er sögð á ábyrgð konu sem líklega tengist Samfylkingunni, sé nafn hennar rétt. Fjölmiðlar keppast í blindni við að segja frá því hve duglegt fólk sé að rita undir mótmælin. Sé farið inn á síðuna virðist stór hluti þeirra, sem fylla töluna sem fjölmiðlar birta, nafnlausir eins og um leynilega atkvæðagreiðslu sé að ræða.“

Björn bætir því við að opinberir aðilar um allan heim geri ráðstafanir til að forða borgurum sínum frá fjölþátta stafrænum árásum í netheimum. „Hvergi dytti ritstjórn nokkurrar opinberrar þjónustusíðu í hug að heimila þá notkun á þjónustugátt sinni sem birtist nú á Ísland.is.“