Þorvaldur Friðriksson ræðir keltnesk áhrif á íslenska menningu um næstu helgi.
Þorvaldur Friðriksson ræðir keltnesk áhrif á íslenska menningu um næstu helgi. — Morgunblaðið/Eggert
Fornleifafræðingurinn og fyrrverandi fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson mun halda fyrirlestur um næstu helgi um keltneska kristni og áhrif hennar, en hann er höfundur bókarinnar Keltar – Áhrif á íslenska tungu og menningu

Fornleifafræðingurinn og fyrrverandi fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson mun halda fyrirlestur um næstu helgi um keltneska kristni og áhrif hennar, en hann er höfundur bókarinnar Keltar – Áhrif á íslenska tungu og menningu.

Saurbær þýðir í raun Miklibær

Þorvaldur segir að mörg örnefni og bæjarnöfn séu komin frá Keltum.

„Ég mun fjalla um mörg mikilvægustu örnefni á Íslandi, eins og fjallanna Heklu, Kötlu og Esju, auk margra bæjarnafna sem mörg hafa verið óskýrð. Til dæmis eru flestir bæir sem heita Saurbær stórbýli þar sem stórhöfðingjar bjuggu og því er óhugsandi að þeir bæir heiti eftir skít eða mýri,“ segir Þorvaldur og nefnir að orðið saur á gelísku þýðir mikill.

„Saubær þýðir þá Miklibær,“ segir Þorvaldur og nefnir að mörg orð yfir húsdýr, fiska, fugla og mat eiga einnig rætur sínar að rekja til Kelta.

Sögðust vera frá Smáfuglastöðum

„Eins er fuglanafnið Tittlingur komið frá Keltum. Það voru eitt sinn þrjár systur frá Tittlingastöðum sem sögðust vera frá Smáfuglastöðum sem hljómaði ekki eins dónalegt,“ segir Þorvaldur og hlær.

„Orðin og örnefnin sem við notum eru frá Keltum, en yfir 63% landnámskvenna voru Keltar samkvæmt nýjustu rannsóknum Íslenskrar erfðagreingingar,“ segir Þorvaldur.

Þorvaldur segir að þjóðsögur okkar og menning litist líka af Keltum og tekur dæmi af jólasögunni af Grýlu sem hann mun einnig fjalla um á fyrirlestrinum sem verður fluttur laugardaginn 20. apríl kl. 13 á vegum Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi.