Beyoncé fór beint á toppinn.
Beyoncé fór beint á toppinn.
Kántrístjarna Bandaríska ofurstjarnan Beyoncé náði þeim árangri í vikunni að hennar nýjasta plata, Cowboy Carter, rauk ekki bara á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans, heldur sölsaði einnig undir sig efsta sætið á listanum yfir mest seldu kántríplötur landsins

Kántrístjarna Bandaríska ofurstjarnan Beyoncé náði þeim árangri í vikunni að hennar nýjasta plata, Cowboy Carter, rauk ekki bara á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans, heldur sölsaði einnig undir sig efsta sætið á listanum yfir mest seldu kántríplötur landsins. Er hún fyrsta svarta listakonan sem gerir það.

Cowboy Carter er áttunda sólóplata Beyoncé. Í fyrstu vikunni eftir að hún kom út seldust 407 þúsund eintök í Bandaríkjunum. Beyoncé komst einnig í sögubækurnar af sömu ástæðu og nú í janúar þegar lagið Texas Hold ‘Em fór á topp kántrílagalista Billboard.