Heiðin Auer skrásetur breytingar.
Heiðin Auer skrásetur breytingar.
Sýningin Heiðin verður opnuð í dag, laugardaginn 13. apríl, kl. 16 í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands. Sýningin samanstendur af nýlegum ljósmyndum og myndböndum eftir kanadíska ljósmyndarann Jessicu Auer sem búsett er á Seyðisfirði og rekur þar…

Sýningin Heiðin verður opnuð í dag, laugardaginn 13. apríl, kl. 16 í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands. Sýningin samanstendur af nýlegum ljósmyndum og myndböndum eftir kanadíska ljósmyndarann Jessicu Auer sem búsett er á Seyðisfirði og rekur þar Ströndina Studio, sem tileinkað er rannsóknum og fræðslu á sviði ljósmyndunar. Sýningin stendur til 8. júní.

Í tilkynningu segir að Heiðin sé yfirstandandi verkefni sem kanni sögu og þróun vegar 93, hæsta fjallvegar á Íslandi og einu landleiðarinnar til og frá Seyðisfirði. „Á veturna er vegurinn lokaður dögum saman og einangrar íbúa frá vistum og restinni af samfélaginu. Þessi einstaki lífsmáti, einangraður og ótryggur, er í róttækum breytingum þar sem 13 kílómetra jarðgöng munu brátt leysa Fjarðarheiði af hólmi.“ Heiðin skrásetur þessa mikilvægu breytingu í gegnum mismunandi miðla; kvikmyndun, ljósmyndun og frásagnir frá undanförnum árum.