Emilie Enger Mehl
Emilie Enger Mehl
Norski dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl er með böggum hildar yfir manndrápsbylgjunni sem frændþjóðin hefur mátt horfa upp á síðasta árið en á tólf mánaða tímabili hafa 55 manns verið myrtir í Noregi – tölfræði sem á sér enga hliðstæðu á friðartímum

Norski dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl er með böggum hildar yfir manndrápsbylgjunni sem frændþjóðin hefur mátt horfa upp á síðasta árið en á tólf mánaða tímabili hafa 55 manns verið myrtir í Noregi – tölfræði sem á sér enga hliðstæðu á friðartímum. Sé litið til síðustu tíu áranna hefur manndrápstíðni í Noregi verið undir 30 tilfellum á ári. Í fyrra reis sú tala upp í 38 og munaði þar mest um fjölda manndrápa síðari hluta ársins.

Ekki hófst yfirstandandi ár með minni skelfingu þar sem nú liggja 23 í valnum frá áramótum. „Ég held að annað sé ómögulegt en að vera djúpt snortinn af öllum sögunum á bak við manndrápstölurnar. Að fyrirbyggja manndráp er samfélagslegt verkefni. Því lýkur aldrei,“ segir Mehl dómsmálaráðherra.