Niðurlútir Leikmenn Arsenal voru ansi niðurlútir þegar þeir gengu af velli í gær eftir ósigurinn gegn Aston Villa í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni.
Niðurlútir Leikmenn Arsenal voru ansi niðurlútir þegar þeir gengu af velli í gær eftir ósigurinn gegn Aston Villa í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni. — AFP/Adrian Dennis
Englandsmeistarar Manchester City eru með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Luton, 5:1, í 33. umferð deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á laugaradaginn

Englandsmeistarar Manchester City eru með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Luton, 5:1, í 33. umferð deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á laugaradaginn. Mateo Kovacic, Erling Haaland og Jérémy Doku og Jasko Gvardiol skoruðu mörk City í leiknum.

Í gær gátu bæði Arsenal og Liverpool endurheimt toppsætið en bæði lið misstigu sig illa á heimavelli. Arsenal tapaði fyrir Aston Villa á Emirates-vellinum í Lundúnum, 2:0, þar sem þeir Leon Bailey og Ollie Watkins skoruðu mörk Aston Villa. Þá reyndist Eberechi Eze hetja Crystal Palace þegar liðið heimsótti Liverpool á Anfield en hann skoraði sigurmarkið strax á 14. mínútu í 1:0-sigri. City er með tveggja stiga forskot á Arsenal og Liverpool þegar fimm umferðum er ólokið.