Meira en 98% hluthafa bandaríska stálrisans U.S. Steel samþykktu á föstudag 14,9 milljarða dala yfirtökutilboð japanska félagsins Nippon Steel. Hið fornfræga U.S. Steel varð til árið 1901 við samruna þriggja stálframleiðenda, þar á meðal félags…

Meira en 98% hluthafa bandaríska stálrisans U.S. Steel samþykktu á föstudag 14,9 milljarða dala yfirtökutilboð japanska félagsins Nippon Steel. Hið fornfræga U.S. Steel varð til árið 1901 við samruna þriggja stálframleiðenda, þar á meðal félags Andrews Carnegie, og var á sínum tíma stærsta fyrirtæki heims.

Sala U.S. Steel er orðin að pólitísku hitamáli og hefur stéttarfélag starfsmanna í stáliðnaði gagnrýnt söluna harðlega þrátt fyrir að Nipon hafi lofað að kaupin muni ekki leiða til fækkunar starfa og að staðið verði við alla þá samninga sem gerðir hafa verið við stéttarfélagsmenn. Þá þykja bandarísk stjórnvöld líkleg til að grípa inn í kaupin og greindu fjölmiðlar frá því í síðustu viku að dómsmálaráðuneytið hefði hafið rannsókn á meintum samkeppnisbrotum vegna yfirtökunnar. ai@mbl.is