Fundur Fjölmenni lagði leið sína í Hús Mál og menningar til að hlýða á Höllu Hrund Logadóttur í gær.
Fundur Fjölmenni lagði leið sína í Hús Mál og menningar til að hlýða á Höllu Hrund Logadóttur í gær. — Ljósmynd/Sunna Kristín Hilmarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi bauð til sunnudagsgleði í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í gærkvöldi, flutti þar ræðu og fór yfir forsendur framboðs síns og sýn sína á hlutverk forsetans í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi bauð til sunnudagsgleði í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í gærkvöldi, flutti þar ræðu og fór yfir forsendur framboðs síns og sýn sína á hlutverk forsetans í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi.

Stefán Hilmarsson tónlistarmaður tók lagið og það gerði einnig Hildur Kristín Kristjánsdóttir, dóttir Höllu Hrundar og Kristjáns Freys, en Hildur hefur í vetur farið með hlutverk Fíusólar í uppsetningu Borgarleikhússins.

Fullt var út úr dyrum í Ármúla 13 í fyrradag við formlega opnun kosningaskrifstofu Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Litu rúmlega 200 manns inn í pönnukökur og létt spjall um stefnumál og áherslur Höllu í komandi forsetakosningum. Kristján Jóhannsson óperusöngvari tók lagið og Halla og Gummi kíró, Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor, skiptust á töskum.