Ljúfa líf AIDAsol varð fyrst skemmtiferðaskipa til Akureyrar árið 2024.
Ljúfa líf AIDAsol varð fyrst skemmtiferðaskipa til Akureyrar árið 2024. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í gærmorgun en þar var á ferð AIDAsol með 2.194 farþega og 646 manna áhöfn. Ekki átti draumafley þetta langa viðdvöl í höfuðstað Norðurlands þar sem það lagði í haf á nýjan leik í gærkvöldi

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í gærmorgun en þar var á ferð AIDAsol með 2.194 farþega og 646 manna áhöfn. Ekki átti draumafley þetta langa viðdvöl í höfuðstað Norðurlands þar sem það lagði í haf á nýjan leik í gærkvöldi. AIDAsol er hið fyrsta um það bil 260 skipa sem Akureyringar mega reikna með í sinn rann í sumar og er þar um lítils háttar fækkun að ræða frá síðasta ári eða um fimm færri skipakomur. Höfuðstaður Norðurlands tók á móti fleyinu með veðurblíðu og snæviþöktum hlíðum.