— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar Vormatarmarkaður Íslands fór fram. Þar komu saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur víða að af landinu og fylltu Hörpu af alls kyns góðgæti. Gestir og gangandi höfðu úr miklu úrvali kræsinga að velja

Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar Vormatarmarkaður Íslands fór fram. Þar komu saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur víða að af landinu og fylltu Hörpu af alls kyns góðgæti.

Gestir og gangandi höfðu úr miklu úrvali kræsinga að velja. Meðal þess voru ýmsar vörur unnar úr geitum, veganostar úr kartöflum og kryddpylsur úr hrossakjöti. Einnig var boðið upp á folaldakjöt, vítamín úr íslenskri broddmjólk, salt frá Vestmannaeyjum, kólumbískt kaffi, hakkaðan fisk, hrossaskinn og brennivíns- og beikonsultu.

Forsvarsmenn markaðarins segja mikilvægt að halda markaði sem þennan til þess að gefa framleiðendum tækifæri til að eiga samtal við neytendur og búa til vettvang fyrir sérvörur.