Norður ♠ Á54 ♥ DG7 ♦ 108652 ♣ 72 Vestur ♠ KD9 ♥ 8432 ♦ K4 ♣ DG108 Austur ♠ 873 ♥ 10965 ♦ 973 ♣ K95 Suður ♠ G1062 ♥ ÁK ♦ ÁDG ♣ Á543 Suður spilar 3G

Norður

♠ Á54

♥ DG7

♦ 108652

♣ 72

Vestur

♠ KD9

♥ 8432

♦ K4

♣ DG108

Austur

♠ 873

♥ 10965

♦ 973

♣ K95

Suður

♠ G1062

♥ ÁK

♦ ÁDG

♣ Á543

Suður spilar 3G.

Það er ekki á allra vitorði, en Gölturinn spilaði vinsæla útgáfu af Precision-kerfinu á yngri árum – svokallað Power Precision. Samkvæmt því kerfi myndi suður opna á sterku laufi og segja svo 1♥ við afmeldingu norðurs á 1♦. Sögnin er tvíræð – annaðhvort hjartalitur eða grandskipting með 19-20 punkta. Norður hlerar á 1♠, suður sýnir grandhöndina með 1G og norður stekkur í 3G.

Gölturinn vill sem minnst um þessi bernskubrek sín tala, „enda varla snilld að ná þremur gröndum með 26 punkta milli handanna“. Eftir sem áður er ómaksins vert að íhuga spilamennskuna í 3G með laufdrottningu út.

Best er að drepa strax á laufás, taka ♥ÁK og spila svo tígulás og gosa. Eftir þrjá slagi á lauf spilar vestur spaðakóng. Sagnhafi drepur og hendir tíguldrottningu heima í stöllu sína í hjarta. Níu slagir.