„Hún segir að skóinn kreppi víða“; – vel má notast við orðtök sem vitið er svo að segja gufað upp úr. Rétt er það þannig: að finna eða vita hvar skórinn kreppir (að)

„Hún segir að skóinn kreppi víða“; – vel má notast við orðtök sem vitið er svo að segja gufað upp úr. Rétt er það þannig: að finna eða vita hvar skórinn kreppir (að). Skórinn kreppir – þrengir – að fætinum; merkir almennt að skilja hvað að er, hver vandinn er: „Það er erfitt að leysa vanda ef maður veit ekki hvar skórinn kreppir.“