Sinueldur Bruninn átti upptök sín í búgarðabyggð á Suðurlandi.
Sinueldur Bruninn átti upptök sín í búgarðabyggð á Suðurlandi. — Ljósmynd/aðsend
Á bilinu 25-30 slökkviliðsmenn börðust við sinueld í búgarðabyggð á milli Selfoss og Eyrarbakka í rúmlega klukkutíma í gær. Þegar Morgunblaðið náði tali af Halldóri Ásgeirssyni, aðalvarðstjóra Brunavarna Árnessýslu, í gær var verið að slökkva í…

Á bilinu 25-30 slökkviliðsmenn börðust við sinueld í búgarðabyggð á milli Selfoss og Eyrarbakka í rúmlega klukkutíma í gær. Þegar Morgunblaðið náði tali af Halldóri Ásgeirssyni, aðalvarðstjóra Brunavarna Árnessýslu, í gær var verið að slökkva í eldsglæðum og bruninn orðinn hættulaus: „Við erum að vinna í því að slökkva í glæðum núna þannig að þetta er orðið hættu­laust. Það var fyrst og fremst hætta af reyk hérna og svo var gríðarlega hröð út­breiðsla í þessu,“ sagði Hall­dór og bæt­ti við að brun­inn hefði ekki verið fjarri næstu hús­um.

Upptök eldsins mátti rekja til rafmagnskapals sem lá á milli húsa. Engum varð meint af en mikill reykur barst frá brunanum: „Það lagði hraust­lega yfir nokk­ur hús þarna en það voru eng­ar skemmd­ir af reyk eða lykt í hús­um.“