Númer Löng – stutt – löng – stutt.
Númer Löng – stutt – löng – stutt.
Svona spurðu gamlir sveitamenn í símanum eða á förnum vegi er þeir töluðu við kunningjana. Fréttaþorsti er eyjarskeggjum í blóð borinn eftir einangrun aldanna, og nú er það blaðamannanna að svala þeim þorsta

Svona spurðu gamlir sveitamenn í símanum eða á förnum vegi er þeir töluðu við kunningjana. Fréttaþorsti er eyjarskeggjum í blóð borinn eftir einangrun aldanna, og nú er það blaðamannanna að svala þeim þorsta.

Allir vilja þeir verða fyrstir með nýjar fréttir og skúbba eins og sagt er.

Til þess leggja þeir mikið á sig, híma heilu dagana loppnir á tröppum eða köldum forstofum og bíða eftir að ráðafólkið tjái sig um gang toppmála dagsins. Helst vilja blaðamenn fá „fyrirframfréttir“, fá að vita um eitthvað sem ekki er enn ákveðið eða á viðkvæmu stigi. Þá er von að lítið bitastætt komi út úr biðinni á tröppunum og allir verði fyrir vonbrigðum, ekki síst almenningur sem hefur verið að bíða spenntur eftir fréttum sem reynast oft ekki enn orðnar.

Þá verða menn leiðir, spennan leysist upp og svarið „það kemur í ljós“ er verra en ekki neitt.

Þá er betra að loka bara fyrir fjölmiðlana þangað til nokkuð víst er að raunveruleg svör fáist og fréttir verði til. Þá vitum við hvað er títt.

Sunnlendingur