Skjálftar Það er sjaldan lognmolla á Reykjanesskaganum þessi misserin.
Skjálftar Það er sjaldan lognmolla á Reykjanesskaganum þessi misserin. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Smáskjálftahrina hófst skömmu eftir hádegi í gær á Lágafellsheiði suðvestur af Þorbirni og lauk seinnipartinn. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að hrinan hafi staðið yfir í um þrjá klukkutíma

Smáskjálftahrina hófst skömmu eftir hádegi í gær á Lágafellsheiði suðvestur af Þorbirni og lauk seinnipartinn.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að hrinan hafi staðið yfir í um þrjá klukkutíma. Á þeim þremur tímum hafi um 80 skjálftar mælst, allir undir 1 að stærð.

Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í gær og óbreytt hættumat er í gildi vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröð. Í tilkynningu Veðurstofunnar í kjölfar þess fundar segir að kvika sé ólíklega að leita annað og að það sé ekki ástæða skjálftavirkninnar. Við bætist að ef kvikan væri að leita t.a.m. að Þorbirni eða að Eldvörpum myndu mjög ákafar skjálftahrinur verða á því svæði.

„Skjálftavirknin í dag er sambærileg virkni sem mældist á þessu svæði um miðjan mars síðastliðinn. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkninni í eldgosinu sem haldist hefur nokkuð stöðugt um helgina. Skjálftavirknin norðvestur af Grindavík er heldur ekki merki um að kvika sé á ferðinni undir því svæði,“ segir í tilkynningunni.