Donald Trump
Donald Trump
Réttarhöld yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta hófust í New York í gær en hann er ákærður fyrir að hafa árið 2016 brotið lög með því að falsa gögn til að fela greiðslur sem klámmyndaleikkona fékk fyrir að segja ekki frá samskiptum þeirra

Réttarhöld yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta hófust í New York í gær en hann er ákærður fyrir að hafa árið 2016 brotið lög með því að falsa gögn til að fela greiðslur sem klámmyndaleikkona fékk fyrir að segja ekki frá samskiptum þeirra.

Við komuna til dómhússins sagði Trump að réttarhöldin væru árás á Ameríku og pólitískar ofsóknir. „Ekkert þessu líkt hefur áður gerst,“ sagði hann.

Trump er fyrsti fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn sem sætir sakamálaákæru. Þrjú önnur sakamál á hendur honum eru einnig til meðferðar í bandaríska dómskerfinu og segja sumir sérfræðingar að málið í New York sé það veigaminnsta.