Bóluefni Áfram verður fylgst með.
Bóluefni Áfram verður fylgst með. — Morgunblaðið/Eggert
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hefur komist að því að ekki eru óyggjandi sannanir fyrir því að orsakasamband sé á milli notkunar mRNA-bóluefnanna Comirnaty frá BioNTech/Pfizer og Spikevax frá Moderna og blæðinga

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hefur komist að því að ekki eru óyggjandi sannanir fyrir því að orsakasamband sé á milli notkunar mRNA-bóluefnanna Comirnaty frá BioNTech/Pfizer og Spikevax frá Moderna og blæðinga. Svo segir í tilkynningu frá Lyfjastofnun Íslands.

Lyfjaöryggisnefndin, sem fundaði í upphafi mars, fór yfir öll fáanleg gögn um hugsanleg tengsl mRNA-bóluefna við blæðingar eftir tíðahvörf, þar á meðal fræðigreinar, og tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir sem bárust eftir að bóluefnin voru tekin í notkun.

PRAC mun áfram fylgjast grannt með öllum upplýsingum sem varða þetta mál í gegnum hefðbundna lyfjaöryggisferla EMA.