Sólheimar Þjónusta við íbúa styrkt.
Sólheimar Þjónusta við íbúa styrkt. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fulltrúar Sólheima í Grímsnesi og Byggðarsamlagsins Bergrisans hafa undirritað nýjan fimm ára samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk

Fulltrúar Sólheima í Grímsnesi og Byggðarsamlagsins Bergrisans hafa undirritað nýjan fimm ára samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk.

Á Sólheimum hefur þjónustu við fatlað fólk verið sinnt allt frá 1930 og unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að auka eins og kostur er lífsgæði hvers og eins, í krafti vilja og viðhorfa viðkomandi. Bergrisinn er svo byggðarsamlag um málefni fatlaðs fólks og sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við viðkomandi hóp á þjónustusvæðinu, sem er allt Suðurland.

„Þetta er samningur mjög líkur þeim sem fyrir var, nema hvað aðeins er bætt í framlög til málefna fatlaðs fólks frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þess njóta Sólheimar eins og aðrir,“ segir Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður Sólheima. sbs@mbl.is