Götur í Reykjavík verða malbikaðar fyrir alls um 842 milljónir króna í sumar. Framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir hefjast í maí og á að ljúka í september. Til viðbótar er kostnaður við malbiksviðgerðir áætlaður um 230 milljónir króna, svo pakkinn allur leggur sig á rúman milljarð

Götur í Reykjavík verða malbikaðar fyrir alls um 842 milljónir króna í sumar. Framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir hefjast í maí og á að ljúka í september. Til viðbótar er kostnaður við malbiksviðgerðir áætlaður um 230 milljónir króna, svo pakkinn allur leggur sig á rúman milljarð.

Meðal gatna í miðborginni sem eru í forgangi framkvæmda nú eru Mýrargata, Geirsgata, Vonarstræti og Fríkirkjuvegur. Þá verður góður skurkur tekinn í Grensáshverfi, Breiðholti, Grafarholti og á Kjalarnesi.

Á síðastliðnum fjórum árum hefur Reykjavíkurborg endurnýjað á ári allt að 27 kílómetra af slitlagi borgarinnar, sem er 5-6% af gatnakerfinu öllu. Starfað er eftir forgangslista sem getur breyst, kalli aðstæður á slíkt.