Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum í Eyjafirði áætla að reisa nýtt 120 herbergja fjögurra stjörnu hótel við hlið Skógarbaðanna. Þá er stefnt að því að stækka Skógarböðin og tengja hótelinu

Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum í Eyjafirði áætla að reisa nýtt 120 herbergja fjögurra stjörnu hótel við hlið Skógarbaðanna. Þá er stefnt að því að stækka Skógarböðin og tengja hótelinu. Reiknað er með að fjárfestingin í hótelinu muni nema um fimm milljörðum króna og að hótelið verði opnað á vormánuðum 2026.

Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

„Við erum afar spennt fyrir þessu verkefni og stórhuga draumar okkar um hótel tengt við Skógarböðin eru nú að rætast. Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer og Finni Aðalbjörnssyni, aðaleigendum Skógarbaðanna, í tilkynningu. Íslandshótel reka í dag 18 hótel undir merkjum Fosshótela og Reykjavíkurhótela.