Hús Leysa þarf úr fjölda deilumála.
Hús Leysa þarf úr fjölda deilumála.
Kærumálum til kærunefndar húsamála hefur fjölgað um 50% á nokkrum árum. Formaður nefndarinnar segir í umsögn til Alþingis um húsaleigufrumvarp innviðaráðherra að nefndin sé í raun löngu sprungin og málahalinn sé orðinn umtalsverður

Kærumálum til kærunefndar húsamála hefur fjölgað um 50% á nokkrum árum. Formaður nefndarinnar segir í umsögn til Alþingis um húsaleigufrumvarp innviðaráðherra að nefndin sé í raun löngu sprungin og málahalinn sé orðinn umtalsverður. Málafjöldinn fór fyrst yfir 100 mál árið 2018 en í fyrra bárust nefndinni 148 kærur og álitsbeiðnir. Kærunefndin leysir m.a. úr ágreiningi leigjenda og leigusala. Í umsögninni segir að komið hafi mjög á óvart að í frumvarpinu séu gerðar kröfur um styttri málsmeðferðartíma í vissum tegundum mála og enn standi til að auka álag á nefndina án þess að fjárframlög séu aukin verulega. » 14